Fótbolti

Real Madrid aftur á toppinn eftir sigur á botnliðinu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ronaldo kom Madrídingum á bragðið.
Ronaldo kom Madrídingum á bragðið. vísir/getty
Real Madrid endurheimti toppsætið í spænsku úrvalsdeildinni með 1-3 sigri á botnliði Osasuna í kvöld.

Barcelona skaust á toppinn um stundarsakir eftir 0-6 sigur á Alavés fyrr í dag en Madrídingar eru nú komnir aftur á toppinn.

Real Madrid er með 49 stig, einu stigi á undan Barcelona og sex stigum á undan Sevilla. Real Madrid á auk þess tvo leiki til góða.

Cristiano Ronaldo, Isco og Lucas Vasquéz skoruðu mörk Real Madrid sem lenti á köflum í vandræðum með baráttuglatt lið Osasuna.

Sergio Leon skoraði mark Osasuna þegar hann jafnaði metin í 1-1 á 33. mínútu.

Þetta var þriðji sigur Real Madrid í röð en liðið stefnir hraðbyri að fyrsta meistaratitli sínum frá 2012.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×