FIMMTUDAGUR 23. MARS NÝJAST 20:30

Mercedes og Red Bull skikkuđ til ađ breyta fjöđrun

SPORT

Real Madrid aftur á sigurbraut

 
Fótbolti
22:00 02. MARS 2016
Ronaldo skorar af vítapunktinum í kvöld.
Ronaldo skorar af vítapunktinum í kvöld. VÍSIR/GETTY

Real Madrid komst aftur á sigurbraut með 3-1 sigri á Levante í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag, en Real tapaði fyrir grönnum sínum í Atletico í síðustu umferð.

Cristiano Ronaldo kom Madrídarliðinu yfir á 34. mínútu af vítapunktinum og Diego Marino tvöfaldaði forystuna fyrir Real með sjálfsmarki.

Deyverson minnkaði muninn fyrir heimamenn í Levante sex mínútum fyrir leikhlé og Real 2-1 þegar Ricardo De Burgos flautaði til leikhlés.

Í síðari hálfleik leit aðeins eitt mark dagsins ljós, en það gerði Isco í uppbótartíma eftir undirbúning Cristiano Ronaldo. Lokatölur 3-1.

Eftir sigurinn er Real níu stigum á eftir Barcelona sem situr á toppi deildarinnar með 66 stig, en Real er í þriðja sætinu með 57 stig. Atletico er í öðru sætinu með 61 stig. Levante er á botni deildarinnar - sex stigum frá öruggu sæti.


  • Bein lýsing
  • Liđin
  • TölfrćđiDeila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Real Madrid aftur á sigurbraut
Fara efst