Reading sló út WBA og Watford vann Leeds

 
Enski boltinn
16:53 20. FEBRÚAR 2016
Paul McShane fagnar marki sínu.
Paul McShane fagnar marki sínu. VÍSIR/GETTY
Anton Ingi Leifsson skrifar

Watford og Reading tryggðu sér sæti í 8-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar í dag. Watford vann 1-0 sigur á Leeds og Reading sló út úrvalsdeildarlið WBA, en lokatölur 3-1.

Scott Wootton skoraði eina markið á 53. mínútu, en það skoraði hann í eigið mark og tryggði því Watford farseðilinn í næstu umferð.

Reading gerði sér lítið fyrir og sló út úrvalsdeildarlið West Bromwich Albion, 3-1. Darren Fletcher kom WBA yfir, en Paul McShane jafnaði á 60. mínútu.

Michael Hector og Lucas Piazon skoruðu svo tvö mörk á síðustu átján mínútum leiksins og úrvalsdeildarlið WBA því úr leik á meðan Reading er á leið í átta liða úrslitin.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Enski boltinn / Reading sló út WBA og Watford vann Leeds
Fara efst