Innlent

Raun­veru­leg hætta á að hér verði til munaðar­leysingja­hæli: „Ís­lendingar eru stundum hræsnarar“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Það er raunveruleg hætta á að hér á landi verði til munaðarleysingjahæli eða móttökustöð eins og Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu kallar það.

Það mun óhjákvæmilega gerast ef við Íslendingar erum ekki tilbúin að opna heimili okkar fyrir þeim hópi unglinga, flóttabörnum á aldrinum 15-18 ára, sem koma hingað á næstunni.

„Vandinn er að við tölum um að við viljum hjálpa, okkur finnst þó betra að aðrir sjái um það og þegar á hólminn er komið, erum við tilbúin að gera minna en til stóð. Já, stundum getum við verið hræsnarar,“ segir Bragi sem ræðir við Sindra Sindrason um þessi mál klukkan 19:10 í kvöld, strax að loknum íþróttafréttum Stöðvar 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×