Sport

Rauði riffillinn sökkti Sjóhaukunum

Andy Dalton hefur verið magnaður í vetur.
Andy Dalton hefur verið magnaður í vetur. vísir/getty
Sex lið eru enn með fullt hús í NFL-deildinni eftir leiki gærdagsins.

Það eru New England Patriots, Cincinnati Bengals, Denver Broncos, Green Bay Packers, Atlanta Falcons og Carolina Panthers.

Það er kannski einna helst gengi Panthers og Bengals sem kemur mest á óvart. Bengal-tígrarnir gerðu sér einmitt lítið fyrir í gær og afgreiddu hið öfluga lið Seattle í framlengdum leik. Þeir voru 17 stigum undir í leiknum en komu til baka og unnu enn einn sigurinn. Seattle hefur valdið vonbrigðum en liðið hefur unnið tvo leiki og tapað þremur.

Leikstjórnandi Bengals, Andy Dalton, sem er iðulega kallaður Rauði riffillinn út af hárlit sínum, hefur verið magnaður og keyrt liðið áfram af krafti.

Tom Brady og strákarnir í Patriots sýndu enn og aftur klærnar gegn meiðslum hrjáðu liði Kúrekanna í nótt.

Peyton Manning og félagar í Denver voru ósannfærandi, eins og í flestum leikjum vetrarins, en innbyrtu þrátt fyrir það enn einn sigurinn. Má liðið enn og aftur þakka vörninni fyrir sigurinn.

Úrslit:

Atlanta - Washington  25-19

Baltimore - Clevelend  30-33

Cincinnati - Seattle  27-24

Green Bay - St. Louis  24-10

Kansas City - Chicago  17-18

Philadelphia - New Orleans  39-17

Tampa Bay - Jacksonville  38-31

Tennessee - Buffalo  13-14

Detroit - Arizona  17-42

Dallas - New England  6-30

Oakland - Denver  10-16

NY Giants - San Francisco  30-27

Í nótt:

San Diego - Pittsburgh

NFL

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×