ŢRIĐJUDAGUR 26. JÚLÍ NÝJAST 06:00

Barnastjarnan orđin fullorđin

SPORT

Rauđhetta međ riffil

 
Innlent
20:00 25. MARS 2016

Hverju hefði það breytt um framvindu ævintýranna um Rauðhettu og Hans og Grétu ef sögupersónurnar hefðu borið vopn? Svarið við því fæst í nýútgefnum útgáfum ævintýranna.

Það er Landsamband byssueigenda í Bandaríkjunum, NRA, sem stendur fyrir endurritun á ævintýrunum sígildu, að því er fram kemur í frétt Guardian. Í janúar síðastliðnum birtist á heimasíðu þeirra myndskreytt saga um Rauðhettu og í síðastliðinni viku var röðin komin að Hans og Grétu.

Söguþráðurinn breytist talsvert þegar söguhetjurnar mæta vopnaðar til leiks. Þegar Rauðhetta valsar í gegnum skóginn og hittir í úlfinn segir í hinni nýju útgáfu: „Þegar Rauðhettu var farið að þykja nærvera úlfsins óþægileg greip hún um skeftið á rifflinum og var í viðbragðsstöðu. Þegar úlfurinn sá þetta varð hann hræddur og lagði á flótta.”

Í tilfelli Hans og Grétu byrjar sagan á svipuðum nótum og áður þar sem sultur sverfur að fjölskyldunni. Þar segir hinsvegar: „Til allrar hamingju höfðu Hans og Gréta lært að fara með skotvopn og höfðu frá barnsaldri stundað veiðar með fjölskyldunni sinni.”

Hans og Gréta fara því inn í skóginn til að freista þess að veiða í matinn en finna þar nornina ógurlegu. Nornin var þá með börn í gíslingu, líklegast börn sem höfðu gengið óvopnuð um skóginn.

„Drengurinn í búrinu sagði Hans hvar lyklana væri að finna. Á meðan stóð Gréta í viðbragðsstöðu með riffilinn reiddan ef á þyrfti að halda,” segir á einum stað í sögunni nýju.

Höfundurinn, Amelia Hamilton, segir tilgang skrifanna að fylla börn öryggiskennd.
Ekki eru allir jafn ánægðir með tiltækið. Samtök gegn byssuofbeldi sögðu á Facebook síðu sinni að hin nýju ævintýri gætu hvatt börn til að taka stórhættulega áhættu með því að bera vopn.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Rauđhetta međ riffil
Fara efst