Viðskipti innlent

Rauðar tölur í Kauphöllinni og krónan veikist

Haraldur Guðmundsson skrifar
Viðskipti með bréf í Kauphöllinni hafa farið rólega af stað en flest félögin þar lækkað í verði.
Viðskipti með bréf í Kauphöllinni hafa farið rólega af stað en flest félögin þar lækkað í verði.
Hlutabréf í öllum félögum á aðalmarkaði Kauphallar Íslands hafa lækkað eða staðið í stað það sem af er degi. Aftur á móti hafa viðskipti dagsins einkennst af lítilli veltu. Þá hefur íslenska krónan veikst gagnvart öllum helstu gjaldmiðlum.

Bréf í Eik fasteignafélagi hafa lækkað um 2,5 prósent og hlutir í HB Granda um rétt rúm tvö prósent. Þegar þessi frétt er skrifuð hafa einungis Marel, Nýherji og Össur staðið í stað af þeim sautján félögum sem eru á aðalmarkaðnum.

Krónan hefur það sem af er degi veikst um 1,45 prósent gagnvart pundinu og 0,7 prósent gagnvart Bandaríkjadal. Síðustu tvær vikur hefur pundið styrkst um tólf prósent gagnvart krónunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×