Enski boltinn

Rauða spjaldi Gylfa ekki áfrýjað | Sjáðu brotið

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Swansea hefur ákveðið að áfrýja ekki rauða spjaldinu sem Gylfi Þór Sigurðsson fékk í bikarleik liðsins gegn B-deildarliðinu Blackburn á laugardaginn.

Swansea tapaði leiknum, 3-1, en það missti mann af velli snemma leiks. Manni færri skoraði Swansea fyrsta markið í leiknum en þar var að verki Gylfi Þór Sigurðsson.

Íslenski landsliðsmaðurinn skoraði gull af marki á 20. mínútu leiksins þegar hann þrumaði boltanum upp í samskeytin á marki Blackburn, óverjandi fyrir markvörð heimamanna.

Í seinni hálfleik var Gylfa Þór svo vísað af velli fyrir hættulega tæklingu, en í viðtölum eftir leik sagði Garry Monk, þjálfari Swansea, að brotið hefði einungis verðskuldað gult spjald.

Þrátt fyrir það ákvað velska félagið ekki að áfrýja spjaldinu og verður Gylfi Þór því í banni gegn Southampton, West Bromwich Albion og Sunderland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×