Erlent

Rasisti stakk heimilislausan mann til bana með sverði

Samúel Karl Ólason skrifar
Hatursglæpum hefur fjölgað verulega í Bandaríkjunum að undanförnu.
Hatursglæpum hefur fjölgað verulega í Bandaríkjunum að undanförnu. Vísir/Getty
Fyrrverandi hermaður stakk heimilislausan svartan mann til bana með sverði í New York á mánudaginn og gaf sig fram til lögreglu í gær. Hinn 28 ára gamli James Harris Jackson var handtekinn fyrir morð, en lögreglan segir morðið vera hatursglæp og að hann hafi valið fórnarlamb sitt af handahófi.

Samkvæmt frétt New York Times, sagði Jackson lögregluþjónum að hann hefði flogið til New York frá Baltimore, þar sem hann á heima, til þess að myrða svarta menn og senda skilaboð.

Hatursglæpum hefur fjölgað verulega í Bandaríkjunum að undanförnu. Árið 2016 voru slíkir glæpir tuttugu prósentum fleiri en árið 2015. Fjölgunin var sérstaklega mikil undir lok ársins, eftir forsetakosningarnar þar í landi.

Jacskon stakk fórnarlambið, Timothy Caughman, fyrir utan veitingahús í borginni á mánudagskövldið eftir að hann gekk upp að Caughman og fór að rífast við hann. Sverðið skildi hann svo eftir í ruslatunnu, en Caughman komst á nærliggjandi lögreglustöð með stungusár á maga og baki. Hann lést á sjúkrahúsi skömmu seinna.

Eftir að lögreglan birti myndir af Jacskon úr öryggismyndavélum gaf hann sig fram til lögreglu á miðvikudaginn. Lögreglan segir hann hafa verið einkar hreinskilinn varðandi morðið.

Yfirmaður rannsóknarlögregluþjóna í hluta borgarinnar þar sem morðið var framið segir Jackson hafa hatað svarta menn lengi og að hann hafi komið sérstaklega til New York til þess að ráðast á svart fólk.

Myndbandsupptöku sína að Jackson elti annan svartan mann í borginni á mánudaginn, en hann réðst ekki á hann. Lögreglan segir það mikla heppni að hann hafi ekki ráðist á fleiri en einn mann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×