Enski boltinn

Rashford skrifar undir langtíma samning við Man. Utd

Anton Ingi Leifsson skrifar
Rashford fagnar FA-bikarnum.
Rashford fagnar FA-bikarnum. vísir/getty
Marcus Rashford hefur skrifað undir langtíma samning samkvæmt heimildum enska blaðsins Telegraph, en Rashford skaust upp á stjörnuhiminn á nýafstöðnu tímabili.

Breska blaðið hefur þetta eftir heimildum, en Rashford skoraði í 2-0 sigri enska landsliðsins í gærkvöldi. Þetta var hans fyrsti landsleikur og þar af leiðandi hans fyrsta landsliðsmark.

Rashford spilaði sinn fyrsta leik fyrir United gegn Midtjylland í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar, en hann skoraði í sínum fyrsta leik. Eftir það var ekki aftur snúið.

Hann skoraði fimm mörk á tímabilinu í ellefu leikjum, en hann skoraði meðal annars í Manchester-slagnum og fleiri stórleikjum.

Jose Mourinho tók við United á dögunum, en sögusagnir segja að Mourinho vilji ólmur fá Zlatan Ibrahimovic til að spila sem fremsti maður á Old Trafford á næstu leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×