Erlent

Rapparinn Shawty Lo lést í bílslysi

Atli Ísleifsson skrifar
Shawty Lo.
Shawty Lo. Vísir/AFP
Bandaríski rapparinn Shawto Lo lést í bílslysi í Atlanta í nótt, fertugur að aldri.

Shawto Lo hafði verið að kynna nýjustu smáskífu sína, sem var tileinkuð föður hans, á strippstað í Atlanta en á leiðinni til baka missti hann stjórn á bíl sínum sem skall á tré.

Í frétt Guardian kemur fram að rapparinn hafi heitið Carlos Walker réttu nafni og stofnað sveitina D4L árið 2003. Vinsælasta lag þeirra var Laffy Taffy. Síðar fór hann að gefa út plötur undir eigin nafni, meðal annars smellinn Dey Know.

Shawty Lo lætur eftir sig ellefu börn með tíu konum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×