Erlent

Rannsóknir NASA aðgengilegar á vefnum

Birta Svavarsdóttir skrifar
Hefur þig alltaf langað að læra um möguleika lífs á tunglum Satúrnusar? Núna er það hægt!
Hefur þig alltaf langað að læra um möguleika lífs á tunglum Satúrnusar? Núna er það hægt! Getty
Geimferðastofnun Bandaríkjanna, betur þekkt sem NASA, hefur nú gert allar rannsóknir sínar sem fjármagnaðar eru af almannafé aðgengilegar á vefnum. Nú er því hægt að fletta upp öllu milli himins og jarðar, hvort sem það varðar flóðbylgjur á Mars eða áhrif geimferða á mannslíkamann. Sagt er frá þessu á vef Independent.

Er þetta partur í átaki þess efnis að gera rannsóknir opinberra stofnana aðgengilegri fyrir almenning. Það er því ný stefna NASA að gera flestallar rannsóknir sínar aðgengilegar á netinu innan árs frá útgáfudegi þeirra. Þetta á þó ekki við rannsóknir sem innihalda upplýsingar sem gætu stofnað þjóðaröryggi í hættu.

Í kringum 850 greinar eru nú aðgengilegar á vef NASA, Pubspace.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×