Innlent

Rannsókn fjárkúgunarmálsins enn ekki lokið

Bjarki Ármannsson skrifar
Systurnar Malín Brand og Hlín Einarsdóttir voru handteknar fyrir tilraun til fjárkúgunar á hendur forsætisráðherra.
Systurnar Malín Brand og Hlín Einarsdóttir voru handteknar fyrir tilraun til fjárkúgunar á hendur forsætisráðherra. Vísir
Lögregla bíður enn niðurstöðu úr lífsýnarannsókn erlendis frá, svo hægt sé að ljúka rannsókn á tilraun systranna Malínar Brand og Hlínar Einarsdóttur til fjárkúgunar á forsætisráðherra.

Þetta segir Friðrik Smári Björgvinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hann getur ekki sagt til um það hvenær von er á niðurstöðunum að utan en rannsókn málsins er annars að mestu lokið.

Lífsýnarannsóknin snýr að DNA-sýnum sem tekin voru af sönnunargögnum málsins, meðal annars af sjálfu fjárkúgunarbréfinu sem barst forsætisráðherra. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×