Innlent

Rannsókn á ís vegna veikinda sakbornings

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Afl sparisjóður varð til við samruna Sparisjóðs Siglufjarðar og Sparisjóðs Skagafjarðar.
Afl sparisjóður varð til við samruna Sparisjóðs Siglufjarðar og Sparisjóðs Skagafjarðar. vísir/stefán
Rannsókn héraðssaksóknara á fjársvikamáli tengdu AFL sparisjóði er enn ekki lokið. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur málið legið á ís vegna alvarlegra veikinda eins sakborningsins, Magnúsar Jónassonar.

Tveir menn voru handteknir vegna rannsóknar málsins í september 2015. Annar þeirra var fyrrverandi starfsmaður sparisjóðsins en hinn var Magnús Jónasson, fyrrverandi forseti bæjarstjórnar Fjallabyggðar.

Í desember síðastliðnum voru svo aðrir tveir menn handteknir. Annar þeirra var Ólafur Jónsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri.

Fréttablaðið hefur áður greint frá því að fjárdrátturinn nemi hund­ruðum milljóna króna þegar allt er talið saman. Málið hefur verið lengi til rannsóknar hjá embætti héraðssaksóknara sem hefur þurft að rekja slóð fjármagnsins bæði innan lands og utan landsteinanna samkvæmt heimildum fréttastofu.

AFL sparisjóður er í dag hluti af Arion banka, en þegar sparisjóðurinn sameinaðist bankanum var farið að skoða bókhald sjóðsins og vaknaði þá grunur um misferli.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×