Viðskipti innlent

Rannsakar enn flutningafélögin

Haraldur Guðmundsson skrifar
Eimskip og Samskip gagnrýndu rannsókn Samkeppniseftirlitsins harðlega á sínum tíma.
Eimskip og Samskip gagnrýndu rannsókn Samkeppniseftirlitsins harðlega á sínum tíma. vísir/gva

Ekki er hægt að svara því hvenær rannsókn Samkeppniseftirlitsins á meintu ólögmætu samráði flutningafyrirtækjanna Eimskips og Samskipa lýkur. Þetta segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, en rannsóknin hófst haustið 2013.



„Rannsóknin er í fullum gangi en það er ekki hægt að setja niður tímasetningu eða tjá sig um hana á þessu stigi,“ segir Páll í samtali við Fréttablaðið.

Páll Gunnar Pálsson forstjóri Samkeppniseftirlitsins

Samkeppniseftirlitið sendi vorið 2014 kæru til embættis sérstaks saksóknara, nú héraðssaksóknara, vegna meintra brota stjórnenda eða starfsmanna fyrirtækjanna á samkeppnislögum. Ekki fengust upplýsingar um stöðu þess hluta málsins hjá héraðssaksóknara. Eftirlitið hóf í kjölfarið rannsókn á meintum brotum fyrirtækjanna tveggja er varða ólögmætt samráð og misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Fjölmiðlar fjölluðu síðast um málið í ágúst 2015 þegar RÚV sagði frá því að áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefði hafnað óskum Eimskips og Samskipa um aðgang að öllum gögnum sem tengjast kærunni. 



Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×