Innlent

Rannsaka uppruna skotvopnsins

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Skotvopnin á myndinni tengjast ekki atburðum fréttarinnar.
Skotvopnin á myndinni tengjast ekki atburðum fréttarinnar.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú hvernig Sævarr Rafn Jónasson komst yfir skotvopn.

Í tilkynningu frá Ríkislögreglustjóra segir að atriði sem varða forsögu mannsins sem lést, hvernig stóð á því að hann hafði skotvopn undir höndum, sem og meðferð hans á byssunni, sem og annað er hann varðar, sé á forræði lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu að rannsaka, allt eftir því sem hann telur tilefni til.

Þá hefur ríkisakssóknari hafið rannsókn á atvikum og aðgerðum lögreglu í Hraunbæ á mánudaginn.

Við rannsóknina mun ríkissaksóknari, með aðstoð lögreglumanna við embætti sérstaks saksóknara, taka skýrslur af lögreglumönnum sem voru á vettvangi.

Farið verður yfir aðgerðir lögreglu með hliðsjón af almennum hegningarlögum, lögreglulögum og verklagsreglum ríkislögreglustjóra þegar um beitingu skotvopna er að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×