Innlent

Rannsaka skemmdarverk sem unnin voru í Herjólfsdal

Birgir Olgeirsson skrifar
Lögreglan birti myndir af skemmdunum sem höfðu verið unnar með því spóla um svæðið á bifreið.
Lögreglan birti myndir af skemmdunum sem höfðu verið unnar með því spóla um svæðið á bifreið. Lögreglan í Vestmannaeyjum.
Nú þegar 165 dagar eru í þjóðhátíð í Vestmannaeyjum rannsakar lögreglan skemmdarverk sem unnin voru á tjaldsvæðinu í Herjólfsdal.

Lögreglan birti myndir af skemmdunum sem höfðu verið unnar með því spóla um svæðið á bifreið. Lögreglan segir í samtali við Vísi að henni hafi borist fjöldi ábendinga um málið eftir að greint var frá því á Facebook.

Svona skemmdir geta tekið langan tíma að gróa en lögreglan segist vonast til þess að það muni nást fyrir þjóðhátíð á verslunarmannahelgi sem hefst 4. ágúst næstkomandi, eða eftir fimm mánuði og fimmtán daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×