Innlent

Rannsaka kynferðisbrot gegn fatlaðri konu á Sólheimum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Frá Sólheimum.
Frá Sólheimum. Vísir/Pjetur
Lögreglan á Selfossi er með til rannsóknar ábendingu sem henni barst um mögulegt kynferðisbrot gegn fatlaðri konu á Sólheimum.

Þetta staðfestir Þorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Selfossi, í samtali við fréttastofu en DV greindi fyrst frá málinu í morgun.

Rannsókn málsins er á frumstigi og hefur staðið yfir í um þrjár vikur. Maðurinn mun ekki vera starfsmaður á Sólheimum.

Þorgrímur segir að mál af þessum togi séu í forgangi og hafi lögreglan oftast nær sjötíu daga tímaramma til að klára rannsókn á slíkum málum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×