Erlent

Rannsaka líkamsárás í verslunarmiðstöð sem fjöldi fólks varð vitni að

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Árásarmaðurinn gengur laus og hefur lögreglan biðlað til fórnarlambsins og þeirra sem urðu vitni að árásinni að gefa sig fram.
Árásarmaðurinn gengur laus og hefur lögreglan biðlað til fórnarlambsins og þeirra sem urðu vitni að árásinni að gefa sig fram. Vísir/Getty
Lögreglan í Birmingham í Englandi hefur hafið rannsókn á líkamsárás eftir að myndbandinu af árásinni birtist á netinu.

Í myndbandinu má sjá hvar maður ræðst á annan mann með miklu offorsi inni í miðri verslunarmiðstöð Fjöldi fólks er vitni að árásinni en enginn virðist reyna að koma fórnarlambinu til bjargar.

Talið er að árásin tengist trúarbrögðum og kynþáttahatri en maðurinn sem ráðist var á tilheyrir indverskum sértrúarsöfnuði og er sikhi.

Árásarmaðurinn gengur laus og hefur lögreglan biðlað til fórnarlambsins og þeirra sem urðu vitni að árásinni að gefa sig fram.


Singh beaten in Birmingham by dailysikhupdates



Fleiri fréttir

Sjá meira


×