Enski boltinn

Rannsaka kynþáttaníð í garð Son

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kóreubúinn Heung-min Son fór illa með leikmenn Millwall í enska bikarnum í gær og hann fékk kaldar kveðjur frá hinum alræmdu stuðningsmönnum Millwall.

Þeir gerðu grín að Son og voru með alls kyns leiðindi í hans garð. Ekki í fyrsta sinn sem stuðningsmenn Millwall verða sér til skammar.

„Það er synd að ég þurfi að eyða tíma í að tala um þetta,“ sagði stjóri Millwall, Neil Harris, en hann vill að tekið verði hart á þeim seku.

„Ég heyrði ekkert sjálfur en félagið mun ekki sætta sig við svona framkomu hjá áhorfendum. Samfélagið sættir sig ekki við að það sé talað svona og fótboltinn á ekki að gera það heldur.“

Enska knattspyrnusambandið hefur hafið rannsókn á málinu en hegðun stuðningsmanna í bikarleiknum gegn Leicester er einnig til skoðunar hjá sambandinu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×