MIĐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR NÝJAST 06:00

Ferđalöngum reglulega meinuđ för vestur

FRÉTTIR

Ranieri vill ekki bara halda Vardy og Mahrez heldur líka manninum sem fann ţá

 
Enski boltinn
14:00 11. MARS 2016
Claudio Ranieri og Steve Walsh vinna vel saman.
Claudio Ranieri og Steve Walsh vinna vel saman. VÍSIR/GETTY

Claudio Ranieri, knattspyrnustjóri Leicester, mun hafa nóg að gera í sumar að berja frá sér tilboð stórliðanna í bestu menn liðsins; Jamie Vardy, Riyad Mahrez og N'Golo Kante.

Vardy skrifaði vissulega undir nýjan þriggja ára samning fyrr á leiktíðinni og er ekki með neitt riftunarverð í samningnum, en það mun tæplega stöðva stærstu liðin í að bjóða í framherjann sem er markahæstur í úrvalsdeildinni.

Auk þess að halda þessum leikmönnum er lykilatriði Ranieri, að eigin sögn, að halda ofurnjósnaranum og aðstoðarknattspyrnustjóra liðsins, Steve Walsh. Það er maðurinn sem fann Vardy, Mahrez og Kante, en þremenningarnir, sem verða vafalítið allir í liði ársins, kostuðu Leicester sama og ekki neitt. Þetta kemur fram í breskum miðlum í dag.

„Það er mjög mikilvægt að halda honum. Ég bað hann um að skrifa undir samning á sama tíma og ég því við eigum gott samstarf. Ég vil heldur að allir séu ánægðir með mér og með sinn samning. Því fyrr sem hann skrifar undir því betra,“ segir Ranieri.

Leicester var næstum því búið að missa Walsh fyrr á leiktíðinni þegar Arsenal stal manninum á bakvið leikmannakaupin hjá Refunum. Eða svo hélt Arsene Wenger.

Arsenal stal Ben Wrigglesworth, yfirmanni njósnadeildar Leicester, og gerði við hann langtíma samning. Það sem Arsenal vissi ekki var að Walsh var maðurinn á bakvið kaupin góðu og ætlar Leicester nú að negla hann niður áður en önnur stórlið reyna að klófesta hann.

„Ég kynntist Steve fyrir löngu síðan þegar við vorum saman hjá Chelsea. Hann sinnti góðu starfi þar og hefur gert það sama hér. Við erum að leita að góðum leikmönnum um alla Evrópu,“ segir Claudio Ranieri.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Enski boltinn / Ranieri vill ekki bara halda Vardy og Mahrez heldur líka manninum sem fann ţá
Fara efst