Fótbolti

Ranieri tekur við Grikklandi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ranieri stýrir Grikklandi næstu tvö árin.
Ranieri stýrir Grikklandi næstu tvö árin. Vísir/Getty
Claudio Ranieri verður landsliðsþjálfari Grikklands næstu tvö árin. Hann tekur við starfinu af Fernando Santos sem hætti með liðið að HM í Brasilíu loknu. Grikkir féllu úr leik í 16-liða úrslitunum eftir tap gegn Kosta Ríku í vítaspyrnukeppni.

Ranieri hefur komið víða við á löngum ferli, en hann hefur m.a. þjálfað Chelsea, Atletico Madrid, Juventus, Inter og Roma. Hann var látinn fara frá Monaco eftir síðasta tímabil, þrátt fyrir að liðið hafi aldrei fengið fleiri stig (80) í frönsku úrvalsdeildinni.

Fyrsti leikur Grikklands undir stjórn Ranieri verður gegn Rúmeníu í undankeppni EM 2016.


Tengdar fréttir

Monaco rak Ranieri

Ítalinn Claudio Ranieri er enn eina ferðina í atvinnuleit. Að þessu sinni var hann rekinn frá franska félaginu AS Monaco.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×