Rándýrt skart ţeirra ríku og frćgu

 
Tíska og hönnun
17:30 17. JANÚAR 2017
Rándýrt skart er víst ekki sjald´sđ sjón í heimi Hollywood-stjarna.
Rándýrt skart er víst ekki sjald´sđ sjón í heimi Hollywood-stjarna.

Jennifer Lopez fékk nýverið demantshálsmen í gjöf frá nýja kærastanum, tónlistarmanninum Drake. Hálsmenið kostaði sem nemur um 11,5 milljónum íslenskra króna miðað við núverandi gengi, sem er nú víst ekki neitt miðað það sem gengur og gerist í Hollywood.


Rándýrt skart ţeirra ríku og frćgu

Söngkonan Mariah Carey fékk þennan stærðarinnar trúlofunarhring frá sínum fyrrverandi, James Packer. Hringurinn er metinn á 1,1 milljarð króna og sagan segir að hún hafði fengið að halda honum eftir að þau slitu trúlofun sinni og hættu saman.


Rándýrt skart ţeirra ríku og frćgu

Drake er ekki fyrsti maðurinn sem færir Jennifer Lopez dýrmætt skart. Árið 2008 gaf þáverandi eiginmaður Lopez, Marc Anthony, henni hring eftir að hún hafði komið tvíburum þeirra í heiminn. Hringurinn var metinn á 321 milljón króna.


Rándýrt skart ţeirra ríku og frćgu

Hér sést glitta í stóran demantshring sem Kim Kardashian fékk frá eiginmanni sýnum, Kanye West, en hringnum var rænt í október í París ásamt öðru skarti. Hringurinn var metinn á 516 milljónir króna.


Rándýrt skart ţeirra ríku og frćgu

Donald Trump færði sinni heittelskuðu, Melaniu Trump, aldeilis fínan trúlofunarhring á sínum tíma. Sá var metinn á 230 milljónir króna.


Rándýrt skart ţeirra ríku og frćgu

Leikkonan Nicole­ Kidman bar þetta svakalega hálsmen á Óskarsverðlaunahátíðinni árið 2008. Það var skreytt um 7.500 demöntum og var metið á heilar 803 milljónir króna.


Rándýrt skart ţeirra ríku og frćgu

Hönnuðurinn Victoria Beckham fékk þetta svakalega Bulgari-hálsmen að gjöf frá eiginmanni sínum, David Beckham, árið 2006. Hálsmenið er skreytt demöntum og rúbínum og var metið á 917 milljónir króna.


Rándýrt skart ţeirra ríku og frćgu

Söngvarinn Seal er með dýran smekk en sagan segir að  Richard Mille-úrið hans hafi kostað um 54,5 milljónir. 


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ

TAROT DAGSINS

Dragđu spil og sjáđu hvađa spádóm ţađ geymir.
Forsíđa / Lífiđ / Tíska og hönnun / Rándýrt skart ţeirra ríku og frćgu
Fara efst