Innlent

Rándýrt íslenskt rækjusalat

Jakob Bjarnar skrifar
Sigurjón Magnús mættur aftur á okureyjuna. Rándýrt rækusalatið hrifsaði hann aftur til hins hrollkalda íslenska veruleika hratt og örugglega.
Sigurjón Magnús mættur aftur á okureyjuna. Rándýrt rækusalatið hrifsaði hann aftur til hins hrollkalda íslenska veruleika hratt og örugglega.
Sigurjón Magnús Egilsson ritstjóri er nýlega kominn heim frá Spáni hvar hann naut lífsins og hófstilltrar verðlagningar á mat og drykk. En, honum hefur nú verið kippt harkalega til veruleikans á ný. Sigurjón Magnús greinir frá því heldur argur að hann hafi keypt sér rækjusalat og var verðlagningin til að ýfa hans burstir.

„Að vera á fyrsta degi á Íslandi eftir nokkurra vikna dvöl á Spáni er erfitt. Verðlagið hér er ótrúlega vont og meiðandi,“ og greinir lesendum sínum frá því hvernig kaupin gerast á hinni íslensku eyri.

„Til morgunverðar keypti ég meðal annars rækjusalat, sem var reyndar stimplað inn sem túnfisksalat, og kílóverðið er 3.600 krónur. Það er fyrir örfáar rækjur, sólblómaolíu, egg, sykur, salt, krydd, sýru (E260), rotvarnarefni (E211), sinnep og kryddblöndu,“ segir Sigurjón óhress en hann greinir frá þessu á miðli sínum, Miðjunni.

Hann bætir því svo við að eitt niðursneitt brauð kosti 800 krónur. „Sagt og skrifað,“ segir Sigurjón: „Verðlagið hér, eða okrið réttara sagt, er óþolandi. Þetta er ekki grófasta dæmi sem hægt er að finna. Bara það nýjasta.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×