Tónlist

Rándýr dúett í Central Park um helgina

Stefán Árni Pálsson skrifar
Eddie Wedder og Beyoncé
Eddie Wedder og Beyoncé vísir/ap
Chris Martin, söngvari Coldplay, stóð fyrir gríðarlega stórum góðgerðartónleikum um helgina í New York en tónleikarnir voru undir yfirskriftinni The Global Citizen Festival og hafa verið árlega síðan 2012.

Stjörnur á borð við Ed Sheeran, Beyoncé, Eddie Wedder, Common, Sting og Ariana Grande komu fram í Central Park.

Vísir greindi frá því í gær að Ed Sheeran og Beyoncé hefði tekið lagið Drunk in love saman á sviði en fleiri listamenn tóku vel þekkt lög saman.

Sjá einnig: Tóku órafmagnaða útgáfu af Drunk in Love

Þar má meðal annars nefna að Eddie Wedder og Beyoncé tóku lagið Redemption Song eftir Bob Marley. Sting og Common tóku lagið Every Breath You Take, Coldplay tók lagið Just A Little Bit of Heart með Ariana Grande og Ed Sheeran tók lagið Thinking Out Load með Chris Martin.

Hér að neðan má sjá upptökur af lögunum umræddu. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×