SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR NÝJAST 18:30

16 látnir eftir sprengjuárás í Mogadishu

FRÉTTIR

Randle handtekinn í fimmta sinn

 
Sport
23:15 22. FEBRÚAR 2016
Randle er hér nýbúinn ađ skora snertimark fyrir Kúrekana í september síđastliđnum. Síđan ţá hefur mikiđ breyst.
Randle er hér nýbúinn ađ skora snertimark fyrir Kúrekana í september síđastliđnum. Síđan ţá hefur mikiđ breyst. VÍSIR/GETTY

Fyrir nokkrum mánuðum síðan var Joseph Randle að hlaupa fyrir Dallas Cowboys en nú er hann orðinn góðkunningi lögreglunnar í Dallas.

Líf Randle hefur verið í frjálsu falli og það byrjaði allt með því er Kúrekarnir ráku hann í nóvember. Þá var hann að missa tökin á lífi sínu.

Síðan þá hefur hann verið handtekinn fimm sinnum. Þar af hefur hann verið handtekinn tvisvar í febrúar.

Randle var síðast handtekinn í gær. Að þessu sinni fyrir slagsmál og að vera með fíkniefni í fórum sínum.

Hann hafði áður verið handtekinn fyrir of hraðan akstur, heimilisofbeldi, búðaþjófnað og slagsmál í spilavíti.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Randle handtekinn í fimmta sinn
Fara efst