SUNNUDAGUR 24. JÚLÍ NÝJAST 01:06

Katrín Tanja komst á toppinn og Sara er áfram í öđru sćtinu

SPORT

Randle handtekinn í fimmta sinn

 
Sport
23:15 22. FEBRÚAR 2016
Randle er hér nýbúinn ađ skora snertimark fyrir Kúrekana í september síđastliđnum. Síđan ţá hefur mikiđ breyst.
Randle er hér nýbúinn ađ skora snertimark fyrir Kúrekana í september síđastliđnum. Síđan ţá hefur mikiđ breyst. VÍSIR/GETTY

Fyrir nokkrum mánuðum síðan var Joseph Randle að hlaupa fyrir Dallas Cowboys en nú er hann orðinn góðkunningi lögreglunnar í Dallas.

Líf Randle hefur verið í frjálsu falli og það byrjaði allt með því er Kúrekarnir ráku hann í nóvember. Þá var hann að missa tökin á lífi sínu.

Síðan þá hefur hann verið handtekinn fimm sinnum. Þar af hefur hann verið handtekinn tvisvar í febrúar.

Randle var síðast handtekinn í gær. Að þessu sinni fyrir slagsmál og að vera með fíkniefni í fórum sínum.

Hann hafði áður verið handtekinn fyrir of hraðan akstur, heimilisofbeldi, búðaþjófnað og slagsmál í spilavíti.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Randle handtekinn í fimmta sinn
Fara efst