Erlent

Rand Paul er hættur

Samúel Karl Ólason skrifar
Rand Paul er sonur Ron Paul, sem bauð sig margsinnis fram til forseta.
Rand Paul er sonur Ron Paul, sem bauð sig margsinnis fram til forseta. Vísir/EPA
Öldungadeildarþingmaðurinn Rand Paul hefur dregið sig úr forvali Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningar Bandaríkjanna. Óhætt er að segja að Paul hafi aldrei náð flugi í kosningabaráttunni en hann var í fimmta sæti í forvalinu í Iowa á dögunum.

Paul var kjörinn á þing árið 2010 og hefur oft á tíðum tekist á við forystu Repúblikana. Þar að auki deildi hann reglulega við mótframbjóðendur sína um persónunjósnir yfirvalda og viðhorf þeirra til stríðsreksturs. Hann er einnig yfirlýstur andstæðingur drónaaðgerða Bandaríkjanna um heim allan.

Samkvæmt AP fréttaveitunni hafa komið upp nokkur tilvik sem hafa dregið hæfi Paul í efa sem og hæfileika hans sem læknir. Hann sagði meðal annars eitt sinn að hann vissi um mörg atvik þar sem börn hefðu þróað með sér geðræna erfiðleika vegna bólusetninga.

Í tilkynningu segir Paul að þrátt fyrir að framboði hans sé lokið haldi baráttan áfram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×