Lífið

Rakarakvartett stytti farþegum stundir - Myndband

Samúel Karl Ólason skrifar
Þeir Fred Moore, Walt Dowling, Jim Curtis og Jim Simpson.
Þeir Fred Moore, Walt Dowling, Jim Curtis og Jim Simpson.
Flugvél sem átti að leggja af stað til New Orleans í Bandaríkjunum varð fyrir töfum, eftir að farþegar höfðu farið um borð í vélina. Við venjulegar kringumstæður er skapið fljótt að segja til sín hjá flestum, en svo var ekki í þessu tilviki.

Flugfreyja ein var á gangi á milli farþega og ræddi við þá, þegar hún uppgötvaði að í vélinni væri rakarakvartett.

Hún bað þá um að syngja fyrir farþegana, sem þeir gerðu og sungu þeir lagið Under the Boardwalk. Flugfreyjan setti myndbandið á Youtube, þar sem hún tekur fram að andrúmsloftið í vélinni hafi breyst samstundis og allir hafi endað í góðu skapi.

USAirways ætti kannski að ráða rakarakvartettinn Port City Sound.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×