Innlent

Rakaði af sér hárið fyrir börnin í Sýrlandi

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Sextán ára stelpa við Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi lét raka á sér hárið í gær fyrir tvöhundruð og fimmtíu þúsund krónur en peningurinn rennur til barna hjá Unicef í Sýrlandi. Alls söfnuðu nemendur skólans um hálfri milljóna króna til verkefnsins í góðgerðarviku. Magnús Hlynur Hreiðarsson fylgdist með hárskurðinum.

Það var líf og fjör í íþróttahúsinu Iðu á Selfossi í gær en það var lokadagur góðgerðarviku þar sem nemendur leystu hinar ýmsu þrautir og fengu pening fyrir. Nemendur kepptu meðal annars við kennara í fótbolta og að sjálfsögðu sigruðu nemendur.

Mesta athygli góðgerðarvikunnar fékk Kolbrún Dagmar Stefánsdóttir, sem lét raka af sér hárið fyrir 250.000 krónur en það var vinur hennar, Helgi Hjaltason, sem skoraði á hana og safnaði peningunum. Það var tilfinningarþrungin stund hjá Kolbrúnu þegar hárið var rakað af enda sáust nokkur tár eins og má sjá á meðfylgjandi myndskeiði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×