Enski boltinn

Raiola: Zlatan hótaði að fótbrjóta mig

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Pogba og Zlatan ná vel saman.
Pogba og Zlatan ná vel saman. víisir/getty
Það var nóg að gera hjá stjörnuumboðsmanninum Mino Raiola í sumar.

Þrír af skjólstæðingum hans sömdu t.a.m. við Manchester United; þeir Henrikh Mkhitaryan, Zlatan Ibrahimovic og Paul Pogba sem United borgaði metfé fyrir.

Raiola hefur verið mikið í sviðsljósinu að undanförnu.vísir/getty
Raiola segir að Zlatan hafi, í gríni, hótað honum barsmíðum ef honum tækist ekki að koma Pogba til United.

„Zlatan sagði að hann myndi fótbrjóta mig ef Pogba færi eitthvað annað,“ sagði Raiola.

Pogba átti sinn langbesta leik fyrir United um helgina þegar liðið lagði Englandsmeistara Leicester City að velli með fjórum mörkum gegn einu. Pogba skoraði eitt af mörkunum fjórum með skalla eftir hornspyrnu frá Daley Blind.

Zlatan er aftur á móti búinn að skora fjögur mörk í sex deildarleikjum með United. Liðið er í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 12 stig.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×