MIĐVIKUDAGUR 29. MARS NÝJAST 23:30

„Messi er Barca og Barca er Messi“

SPORT

Raikkonen prófađi höfuđvörn

 
Formúla 1
23:00 03. MARS 2016
Raikkonen reynsluekur geislabaugs höfuđvörninni sem gćti veriđ skylda frá og međ 2017.
Raikkonen reynsluekur geislabaugs höfuđvörninni sem gćti veriđ skylda frá og međ 2017. VÍSIR/GETTY
Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar

Kimi Raikkonen á Ferrari var fljótastur allra á þriðja og næst síðasta æfingadeginum í seinni lotunni fyrir tímabilið í Formúlu 1. Mikla athygli vakti í dag þegar Ferrari setti svokallaða geislabaugs höfuðvörn á bílinn.

Raikkonen setti hraðasta hring æfinganna hingað til á últra-mjúku dekkjunum, 1:22.765. Geislabaugs höfuðvörnin (Halo) er tilraun FIA til að auka vernd ökumanna og losna við að loka ökumannsklefanum alveg. Raikkonen sagði að hann sæi vel út.

Felipe Massa á Williams varð annar á mjúkum dekkjum, um hálfri sekúndu á eftir Raikkonen.

Nico Hulkenberg á Force India og Max Verstappen á Toro Rosso settu últra-mjúku dekkin undir og nældu í þriðja og fjórða hraðasta tíma dagsins. Verstappen ók lengst allra, 159 hringi.

Haas liðið náði aðeins að klóra í bakkann varðandi ekna hringi. Liðið var langt á eftir keppinautum sínum eftir erfiða tvo daga. Í dag fór Romain Grosjean 78 hringi í Haas bílnum en var þó hægastur allra.

Lokadagur æfinga fyrir tímabilið er á morgun og Vísir mun að sjálfsögðu fylgjast með.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Formúla 1 / Raikkonen prófađi höfuđvörn
Fara efst