LAUGARDAGUR 30. JÚLÍ NÝJAST 12:47

Stćrsti fíkniefnafundur í sögu Ţjóđhátíđar

FRÉTTIR

Raikkonen prófađi höfuđvörn

 
Formúla 1
23:00 03. MARS 2016
Raikkonen reynsluekur geislabaugs höfuđvörninni sem gćti veriđ skylda frá og međ 2017.
Raikkonen reynsluekur geislabaugs höfuđvörninni sem gćti veriđ skylda frá og međ 2017. VÍSIR/GETTY
Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar

Kimi Raikkonen á Ferrari var fljótastur allra á þriðja og næst síðasta æfingadeginum í seinni lotunni fyrir tímabilið í Formúlu 1. Mikla athygli vakti í dag þegar Ferrari setti svokallaða geislabaugs höfuðvörn á bílinn.

Raikkonen setti hraðasta hring æfinganna hingað til á últra-mjúku dekkjunum, 1:22.765. Geislabaugs höfuðvörnin (Halo) er tilraun FIA til að auka vernd ökumanna og losna við að loka ökumannsklefanum alveg. Raikkonen sagði að hann sæi vel út.

Felipe Massa á Williams varð annar á mjúkum dekkjum, um hálfri sekúndu á eftir Raikkonen.

Nico Hulkenberg á Force India og Max Verstappen á Toro Rosso settu últra-mjúku dekkin undir og nældu í þriðja og fjórða hraðasta tíma dagsins. Verstappen ók lengst allra, 159 hringi.

Haas liðið náði aðeins að klóra í bakkann varðandi ekna hringi. Liðið var langt á eftir keppinautum sínum eftir erfiða tvo daga. Í dag fór Romain Grosjean 78 hringi í Haas bílnum en var þó hægastur allra.

Lokadagur æfinga fyrir tímabilið er á morgun og Vísir mun að sjálfsögðu fylgjast með.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Formúla 1 / Raikkonen prófađi höfuđvörn
Fara efst