Fótbolti

Ragnar Sigurðsson: Það góðir vinir að bekkjarseta hefur ekkert að segja

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ragnar Sigurðsson, miðvörður íslenska landsliðsins, var í seinni kantinum að mæta og ræða við íslenska fjölmiðlamenn eins og til hafði staðið. Hann var hinn hressasti þegar hann mætti, afsakaði sig og sagðist þurfa góða áminningu fyrir svona hluti því annars væri hann líklegur til að gleyma sér.

Ragnar segir að honum lítist mjög vel á leikinn sem framundan er. Reikna má með því að hann byrji enda verið fastamaður í undanförnum leikjum. Ragnar berst meðal annars um miðvarðarstöðuna við Kára Árnason og Sölva Geir Ottesen. Vinskapurinn virðist afar mikill hjá þeim þrátt fyrir samkeppnina.

„Við erum það góðir vinir að þó að maður lendi í því að vera á bekknum vill maður að sínum manni gangi vel. Það er miklvægt í svona liði því hópurinn er ekki það stór. Við verðum að standa saman.“

Kári í leik með Malmö gegn Celtic í Glasgow á dögunum.Vísir/Getty
Ætlum að vinna leikinn

Ragnar segir þá ekki ræða mikið um fótbolta og áætlun fyrir leikinn.  

„Kannski á leikdag og rétt fyrir leik er maður að ræða málin - ef þetta gerist, þá gerum við svona,“ segir miðvörðurinn. Í undirbúningnum sé bara æft vel en á milli þess njóti menn samverunnar og slaki á.

Ragnar er fljótur til svars aðspurður um sjálfstraustið í liðinu. Það er mikið.

„Það er á hreinu enda búið að sýna sig,“ segir Ragnar en telur leikinn annað kvöld örugglega þann erfiðasta í riðlinum.  „Maður veit ekki hvað gerist en við erum tilbúnir í leikinn og ætlum að vinna hann.“


Tengdar fréttir

Hollensk áhrif í íslenska liðinu

Eiður Smári Guðjohnsen, Aron Einar Gunnarsson, Kolbeinn Sigþórsson, Ari Freyr Skúlason og Jóhann Berg Guðmundsson stigu allir fyrstu skrefin í atvinnumennsku í Hollandi og Alfreð Finnbogason raðaði inn mörkum í hollensku deildinni. Hjálpar þetta íslenska liðinu á móti Hollendingum á morgun?




Fleiri fréttir

Sjá meira


×