Enski boltinn

Ragnar og Jón Daði töpuðu en Hörður Björgvin í sigurliði

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hörður Björgvin Magnússon.
Hörður Björgvin Magnússon. vísir/getty
Tíu leikir fóru fram í ensku B-deildinni í knattspyrnu í dag og létu mörkin ekki standa á sér. Ragnar Sigurðsson og félagar í Fulham töpuðu fyrir Aston Villa 1-0 en það var Jonathan Kodija sem skoraði eina mark leiksins.

Hörður Björgvin Magnússon spilaði allan leikinn fyrir Bristol City sem vann dramatískan sigur á Blackburn, 1-0, en sigurmarkið kom á 88. mínútu leikins en Aaron Wilbraham skoraði eina mark leiksins. Jón Daði Böðvarsson lék einnig allan leikinn fyrir Wolves sem tapaði fyrir Leeds, 1-0, en eina mark leiksins gerði Kemar Roofe.

Newcastle er í efsta sæti deildarinnar með 31 stig, Fulham er í því fjórtánda með 18 stig, Wolves í því átjánda með 16 stig og Bristol City í því sjötta með 23 stig.

Öll úrslit dagsins:

Aston Villa 1 - 0 Fulham

Brentford 0 - 2 Barnsley

Bristol City 1 - 0 Blackburn Rovers

Huddersfield Town 1 - 0 Derby County

Newcastle United 3 - 0 Ipswich Town

Norwich City 0 - 1 Preston North End

Rotherham United 0 - 1 Reading

Sheffield Wednesday 1 - 0 Queens Park Rangers

Wigan Athletic 0 - 1 Brighton & Hove Albion

Wolverhampton Wanderers 0 - 1 Leeds United




Fleiri fréttir

Sjá meira


×