Fótbolti

Ragnar og félagar enduðu tímabilið á sigri

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Ragnar í baráttunni gegn CSKA í síðustu umferð.
Ragnar í baráttunni gegn CSKA í síðustu umferð. Vísir/getty
Ragnar Sigurðsson og félagar í Krasnodar unnu seinasta leik tímabilsins 1-0 á heimavelli gegn Amkar en Krasnodar var þegar búið að tryggja sér sæti í Evrópudeildinni fyrir lokaumferðina.

Eftir tap gegn toppliði CSKA Moskvu í síðustu umferð var möguleiki Krasnodar á 3. sætinu nánast úr sögunni. Þurftu leikmenn liðsins aðeins eitt stig til að halda fjórða sætinu frá Dynamo Moskvu.

Ragnar var að vanda í byrjunarliði Krasnodar og lék allar 90. mínúturnar þegar Krasnodar hélt hreinu en Pavel Mamaev skoraði eina mark leiksins fyrir Krasnodar um miðbik fyrri hálfleiks.

Krasnodar endaði í 4. sæti og mun því leika í Evrópudeildinni á næsta ári en CSKA Moskva varð meistari og lenti FK Rostov nokkuð óvænt í öðru sæti og keppir því í Meistaradeild Evrópu á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×