Handbolti

Ragnar fékk rautt í Íslendingaslag

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ragnar Jóhannsson var valinn í íslenska landsliðið í fyrsta skipti á dögunum.
Ragnar Jóhannsson var valinn í íslenska landsliðið í fyrsta skipti á dögunum. Vísir/Vilhelm
Aðalsteinn Eyjólfsson stýrði sínum mönnum í Erlangen til sigurs á Hüttenberg í Bundesligunni í handbolta í kvöld.

Gestirnir í Erlangen voru yfir með einu marki í hálfleik, 13-14 og fóru með þriggja marka sigur, 24-27.

Selfyssingurinn Ragnar Jóhannsson var annar tveggja leikmanna Hüttenberg sem fékk að líta rauða spjaldið í leiknum. Rauða spjaldið kom á 47. mínútu þegar Ragnar var rekinn út af í tvær mínútur í þriðja skipti í leiknum. Áður hafði hann skorað þrjú mörk í leiknum.

Jonas Link var markahæstur í liði Erlangen með sex mörk, Maximillian Lux og Christopher Bissel skoruðu fimm mörk hvor.

Erlangen er í 13. sæti Bundesligunnar með 21. stig en Hüttenberg er í fallsæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×