Fótbolti

Ragnar: Við söknum allir Sölva

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ragnar Sigurðsson segir ljóst að Sölva Geirs Ottesen verður sárt saknað á EM í Frakklandi en þeir hafa lengi verið samherjar í íslenska landsliðinu.

Sölvi Geir datt úr íslenska landsliðinu í vetur og var ekki valinn í lokahópinn fyrir EM 2016 sem hefst eftir rúmar tvær vikur.

„Þetta er leiðinlegt fyrir alla. Sölvi er skemmtilegur gaur og afar vel liðinn í hópnum og mjög vinsæll,“ sagði Ragnar í samtali við Vísi en viðtalið má sjá hér fyrir ofan.

Sjá einnig: 23 bestu valdir fyrir EM í Frakklandi

„En það eru þjálfararnir sem velja hópinn og við leikmenn setjum ekki út á það. Þetta er sterkur hópur sem við erum með.“

Hann segir að tilfinning sín fyrir EM í sumar sé góð og hann hefur ekki áhyggjur af slæmu gengi Íslands síðan að liðinu tókst að tryggja sér farseðilinn á EM í haust.

„Við höfum ekki fengið mikið úr æfingaleikjum okkar síðustu fjögur árin og það hefur ekki haft áhrif á keppnisleikina hingað til. Ég hef engar áhyggjur af því,“ segir hann.

„Það er bara ekki það sama að spila æfinga- og keppnisleiki. Nú höfum við fullt af efni úr þeim leikjum til að vinna með og við munum örugglega kíkja á þessi mörk sem við fengum á okkur. Og það er bara allt í góðu með það.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×