Fótbolti

Ragnar: Verður að vera alvöru kall sem skammar okkur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Lars Lagerbäck greindi frá því á blaðamannafundi íslenska liðsins í gærmorgun að nokkrir leikmenn hafi mætt of seint í kvöldmat í fyrrakvöld.

Málið hafi verið tekið upp á liðsfundi og leikmenn minntir á að þeir þyrftu að halda 100 prósent fagmennsku og einbeitingu þó svo að vel gengi hjá íslenska liðinu á EM í Frakklandi.

„Ég sá það nú ekki einu sinni,“ sagði Ragnar spurður um ummælin fyrir æfingu íslenska liðsins í morgun.

„Við vorum nokkrir sem fórum í golf í gær og ég var ekki með símann með mér. En ef menn verða „sloppy“ eða eru að gera upp á bak þá verður aðeins að skamma okkur.“

„Það hefur komið nokkrum sinnum fyrir að menn gleyma hinu eða þessu. Þá verður alvöru kalle ins og hann að skamma okkur aðeins.“

Hann segir að viðbrögð manna í landsliðinu við því séu mismunandi.

„Sumir spá í þessu og aðrir ekki. Sumum er alveg sama. En við þurfum að hafa ákveðnar reglur eða „guidelines“ eins og það er kallað hjá okkur. Það þýðir ekki að allir eru að fara í mismunandi áttir bara af því að við höfum unnið nokkra leiki.“

„Það er fínt að halda okkur á tánum.“

Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).


Tengdar fréttir

Ragnar: Ekkert til í sögunum um Liverpool

Varnarmaðurinn Ragnar Sigurðsson hefur verið einn allra besti leikmaður Íslands á EM í Frakklandi og vakið víða athygli fyrir frammistöðu sína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×