Enski boltinn

Ragnar: Lækka verulega í launum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ragnar var frábær á EM í Frakklandi í sumar.
Ragnar var frábær á EM í Frakklandi í sumar. vísir/getty
Ragnar Sigurðsson, varnarmaður íslenska landsliðsins, gerði í gær tveggja ára samning við enska B-deildarliðið Fulham líkt og greint var frá í gær.

Hann kemur til liðsins frá Krasnodar í Rússlandi þar sem hann hefur verið síðustu árin. Hann hefur hins vegar sagt lengi að hugurinn leiti til Englands og var hann orðaður við nokkur ensk lið eftir góða frammistöðu á EM í Frakklandi í sumar.

„Ég hef átt góðan tíma hjá Krasondar en nú tekur við nýr og spennandi kafli á ferli mínum,“ sagði Ragnar í viðtali við Morgunblaðið í dag. Enn fremur segir hann að forráðamenn rússneska liðsins hafi vitað að lítið vit hafi verið í því að neyða hann til að vera áfram hjá félaginu.

„Ég veit að ég kem til með að lækka verulega í launum með þessum félagaskiptum en ég er ekki í fótboltanum peninganna vegna. Ég vildi ólmur komast til Englands og ég get ekki beðið eftir því að byrja að spila þar,“ sagði Ragnar enn fremur við Morgunblaðið.


Tengdar fréttir

Ragnar kominn til Fulham

Íslenski landsliðsmaðurinn gerði tveggja ára samning við enska B-deildarliðið Fulham.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×