Innlent

Raforkuvæðing bílaflotans þarf að ganga miklu hraðar fyrir sig

Svavar Hávarðsson skrifar
Íslendingar eru langt á eftir í rafbílavæðingu bílaflotans.
Íslendingar eru langt á eftir í rafbílavæðingu bílaflotans. Fréttablaðið/Pjetur
Raforkuvæðing íslenska bílaflotans verður að ganga miklu hraðar fyrir sig en nú er ef nálgast á loftslagsmarkmið stjórnvalda til næstu ára.

Náttúruverndarsamtök Íslands benda á að markmið stjórnvalda, sett árið 2010, sé að árið 2020 verði hlutfall seldra bíla sem knúnir eru endurnýjanlegu eldsneyti tíu prósent (rafmagn, metan, vetni).

„Vandinn er að Íslendingar kaupa svo mikið af bílum að jafnvel þótt þetta markmið náist er óvíst hvort það leiði til samdráttar í losun gróðurhúsalofttegunda frá samgöngum fyrir árið 2020. Með vaxandi ferðamannafjölda er hætt við að losun frá bílasamgöngum muni aukast næstu árin. Losun frá samgöngum er samkvæmt síðustu tölum 39 prósent meiri en var árið 1990, sem er viðmiðunarár Parísarsamkomulagsins. Samgöngur eru uppspretta nær tuttugu prósenta af heildarlosun hér á landi og því eftir miklu að slægjast.“

Í aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum frá október 2010 segir: „Með almennri þróun í átt til loftslagsvænni bíla, lykil­aðgerðum og öðrum aðgerðum er talið raunhæft að losun vegna samgangna geti verið undir 750 Gg árið 2020, sem væri 23 prósent minnkun losunar frá 2008 og aðeins 21 prósent aukning miðað við 1990.“ 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×