Sport

Rafn Kumar og Hera Björk hlutskörpust | Myndir

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hera Björk og Rafn Kumar með verðlaunagripi sína.
Hera Björk og Rafn Kumar með verðlaunagripi sína. mynd/tsí
Bikarmóti Tennishallarinnar og TSÍ lauk í dag.

Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Tennishöllinni í dag og tók meðfylgjandi myndir.

Í úrslitum í karlaflokki mættust þeir Rafn Kumar Bonifacius, Hafna- og mjúkboltafélaginu, og Vladimir Ristic, TFK. Þeirri viðureign lauk 6-4 6-3 fyrir Rafn Kumar.

Í kvennaflokki kepptu þær Hera Björk Brynjarsdóttir frá Fjölni og Anna Soffía Grönholm frá TFK um 1. sætið. Hera vann þá viðureign 6-4 6-1.

Um 3. sætið kepptu þær Sofia Sóley Jónasdóttir og Rán Christer, báðar frá TFK. Sofia Sóley sigraði Rán 6-3 6-2

Keppendur komu víða að og má geta þess að um 3. sætið í karlaflokki kepptu þeir Anton Magnússon hjá TFK og Egill Sigurðsson hjá Víkingi. Þeir æfa og keppa venjulega báðir á Spáni og komu sérstaklega til Íslands  til að taka þátt í mótinu. Anton sigraði Egil, en þeirra viðureign lauk í þriggja setta leik, 2-6 6-0 6-2, Antoni í vil

Jóla- og bikarmót Tennishallarinnar og TSÍ var haldið í 22. sinn í desember. Mótið hófst þann 17. desember í barna- og unglingaflokkum og voru keppendur á aldrinum 7-18 ára. Á milli jóla og nýárs var svo keppt í fullorðins- og meistaraflokkum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×