Erlent

Rafmagnsleysi lamaði samgöngur í Amsterdam

Birgir Olgeirsson skrifar
Frá Schiphol-flugvelli.
Frá Schiphol-flugvelli. Vísir/Getty
Rafmagn er að komast aftur á borgina Amsterdam í Hollandi eftir tveggja klukkustunda rafmagnsleysi sem lamaði samgöngur í borginni í morgun.

Búist er við miklum töfum á Schiphol-flugvellinum eftir að rafmagnsleysið varð til þess að fresta þurfti öllum flugum til og frá vellinum. Vélum, sem voru á leið til Schiphol, var beint á aðra velli í nágrenni Amsterdam.

Einnig urðu miklar tafir á almenningssamgöngum, lestum og strætisvögnum, og þá setti rafmagnsleysið starfsemi sjúkrahúsa og fjármálafyrirtækja úr skorðum.

Atvikið er rakið til bilunar í spennistöð í Diemen-hverfinu í suðurhluta Amsterdam.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×