Innlent

Rafmagnslaust í Vestmannaeyjum í stutta stund

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Ferðalangar á leið til Eyja.
Ferðalangar á leið til Eyja. vísir/magnús hlynur
Rafmagnslaust var í Vestmannaeyjum í skamma stund nú á áttunda tímanum eftir að aðalrofi brann yfir. Búið er að laga það sem klikkaði og því ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að skemmtidagskrá geti farið fram í Herjólfsdal í kvöld.

Sem stendur er íbúafjöldi í Heimaey öllu meiri en vanalega þar sem þjóðhátíð þeirra fer fram venju samkvæmt um verslunarmannahelgi. Þúsundir sækja Heimaey heim og munu skemmta sér um helgina.

Blíðskaparveður hefur verið á þessum slóðum síðustu daga en heimamenn segja að þeir muni ekki eftir öðru eins veðri á þjóðhátíð. 




Tengdar fréttir

Stingum ekki höfðinu í sandinn

Þrjár Eyjakonur sem koma annars vegar að skipulagi Þjóðhátíðar í Eyjum og hins vegar að forvörnum eru sammála um að það þurfi að opna samtalið um kynferðisafbrot og senda skýrari skilaboð um að þau líðist ekki á Þjóðhátíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×