Innlent

Rafmagnslaust í Reykjavík

Birgir Olgeirsson skrifar
Veitur eru dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur.
Veitur eru dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur. Vísir
Rafmagn fór af póstnúmerum 104 og 105 í Reykjavík klukkan 12:35 í dag en unnið er að viðgerð.

Samkvæmt upplýsingum frá Veitum er allt rafmagn komið á og viðgerð lokið. 

Veitur bentu íbúum á að slökkva á þeim rafmagnstækjum sem ekki slökkva á sér sjálf og geta valdið tjóni þegar rafmagn kemur á að nýju. Það á sérstaklega við um eldavélar, mínútugrill og fleiri hitunartæki. Eins ráðleggja Veitur að slökkt sé á viðkvæmum tækjum á borð við sjónvörp.

Fréttin var uppfærð klukkan 14:16




Fleiri fréttir

Sjá meira


×