Innlent

Rafmagnslaust í Kópavogi í morgun

Atli Ísleifsson skrifar
Orkuveitan vinnur nú að greiningu.
Orkuveitan vinnur nú að greiningu. Vísir/GVA
Rafmagnslaust var í stórum hluta Kópavogsbæjar í morgun eftir að bilun varð í háspennustreng á milli tveggja aðveitustöðva.

Í tilkynningu frá Orkuveitunni segir að fyrsta tilkynning hafi komið klukkan 9:37 og var rafmagn aftur komið á klukkan 9:51. Unnið sé að greiningu.

„Orkuveita Reykjavíkur biðst velvirðingar á þeim óþægindum sem bilunin kunni að valda.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×