Rafmagnslaust í Fossvogi

 
Innlent
22:59 27. MARS 2016
Um bilun er ađ rćđa en ekki liggur fyrir hvenćr rafmagn kemst á ađ nýju.
Um bilun er ađ rćđa en ekki liggur fyrir hvenćr rafmagn kemst á ađ nýju. VÍSIR/VILHELM

Rafmagn fór af Fossvoginum fyrr í kvöld. Á heimasíðu Veitna kemur fram að um bilun sé að ræða. Líklegt er talið að háspennustrengur í jörðu hafi gefið sig og er unnið að því að leita að biluninni. Ekki verður hægt að koma rafmagni á fyrr en að bilunin finnst en um leið og það gerist ætti ekki að taka langan tíma að koma rafmagni á.

Er fólki bent á að slökkva á þeim rafmagnstækjum, sem ekki slökkva á sér sjálf og geta valdið tjóni þegar rafmagn kemur á að nýju.

Það á sérstaklega við um eldavélar, mínútugrill og fleiri hitunartæki. Eins er fólki ráðlagt að slökkva á viðkvæmum tækjum á borð við sjónvörp.

Fólki er einnig ráðlagt að hafa kæli- og frystiskápa ekki opna lengur en þörf krefur.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Rafmagnslaust í Fossvogi
Fara efst