Innlent

Rafmagnslaust í Eyjum á meðan leiknum stóð

Gissur Sigurðsson skrifar
Áhöfn á einu skipi dreif sig niður í skip og horft á leikinn í messanum.
Áhöfn á einu skipi dreif sig niður í skip og horft á leikinn í messanum. Vísir/Pjetur
Margir  Vestmanneyingar  sendu Landsneti óblíðar kveðjurnar þegar rafmagnið fór af í Eyjum upp úr klukkan fjögur í gær og meira og minna var rafmagnslaust  þar til  um klukkan tíu í gærkvöldi,  þótt  dísilvélar væru keyrðar. En þá var landsleikurinn góði þegar búinn.

Fréttastofunni er kunnugt um að áhöfn af að 
minnsta kosti  einu fiskiskipi, sem lá í höfn, hafi drifið sig niður í skip og horft á leikinn í messanum, eða  matsalnum og  var þar þröngt á þingi. Rafmagnsleysið varð vegna  bilunar  í tengivirki uppi á landi.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×