Innlent

Rafmagnslaust í Árneshreppi

Atli Ísleifsson skrifar
Menn eru komnir á vettvang og sem leita nú bilunarinnar.
Menn eru komnir á vettvang og sem leita nú bilunarinnar. Vísir/Getty
Rafmagnslaust er nú í Árneshreppi á austanverðum Vestfjörðum frá Bæ og að Krossnesi.

Ingimundur Pálsson, línumaður hjá Orkubúi Vestfjarða, staðfestir þetta í samtali við Vísi. „Það er bilun í Norðurfirði. Rafmagnið er farið í helmingnum af Árneshreppi, frá Bæ og í Krossnes.“

Hann segir að menn séu komnir á vettvang og eru nú að leita að biluninni. „Þetta er mestallt í jörðu þarna, bara smá línubútur, þannig að það er erfitt að leita að þessari bilun. Við getum því ekki sagt til um hvað verður lengi rafmagnslaust.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×