Innlent

Rafiðnaðarmenn ósáttir við fjárlögin

Vísir/GVA
Miðstjórn Rafiðnaðarsambands Íslands gagnrýnir í ályktun harðlega þá ákvörðun stjórnvalda að auka fjárveitingu til iðn- og verkmenntaskóla minna en til bóknámsskóla.

Gefi það vísbendingu um að iðn- og verknám sé ekki metið til jafns við við bóknám og dragi úr áhuga ungs fólks á þessum greinum.

Stjórnvöld geri þetta þótt fyrir liggi að nú þegar sé orðinn skortur á fagmenntuðu fólki í þessum greinum og spurn eftir því verði fyrirsjáanlega mikil á næstu árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×