Innlent

Rafbók í efnafræði gefin út við HA

Bjarki Ármannsson skrifar
Efnafræði er snar þáttur í grunngreinum Háskólans á Akureyri.
Efnafræði er snar þáttur í grunngreinum Háskólans á Akureyri. Vísir/Pjetur
Námsefni í efnafræði fyrir háskólastig verður gefið út á rafrænu formi í fyrsta sinn nú í haust. Sigurður Bjarklind aðjúnkt og Andri Gylfason lífefnafræðingur, báðir við Háskólann á Akureyri, tóku saman rafbókina sem ber heitið Grunnatriði efnafræðinnar.

Í tilkynningu frá skólanum segir að bókin innihaldi meðal annars krækjur á fyrirlestra um ýmis hugtök og allar töflur og myndir séu stækkanlegar. Munu nemar fá aðgang að námsefninu í gegnum tölvupóst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×