Erlent

Rændu tvöhundruð skólastúlkum í Nígeríu

Vísir/AFP
Allt að 200 ungum stúlkum í skóla í Borno héraði í Nígeríu hefur verið rænt. Á heimasíðu breska ríkisútvarspins segir frá því að hópur vopnaðra manna hafi ruðst inn í skólann að næturlagi og skipað stúlkunum upp á vörubílspalla.

Talið er að hryðjuverkasamtökin Boko Haram standi á bak við ódæðið en samtökin hafa barist fyrir stofnun íslamsks ríkis í Nígeríu síðustu ár. Þau eru einnig talin hafa staðið á bakvið mannskæða sprengjuárás á markaði í höfuðborginni Abuja í gær þar sem rúmlega sjötíu manns lágu í valnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×